Email:info@helviti.com

  laugardagur, febrúar 19, 2005 12:39  
 
Forgarður Helvítis mun spila á grindcore festivalinu Obscene Extreme sem haldið er árlega í Trutnov í Tékklandi. Í ár er það 7.8. og 9. júlí.

Lesið umfjöllun um hátíðina 2003 á dordingull.com/hardkjarni og kynnið ykkur málið á www.obscene.cz

Gaman væri að skella í hópferð grindcore unnenda frá Íslandi.

-----

Forgardur Helvítis will play the Obscene Extreme festival in 2005. More news on that later but it is a grindcore fest with a very nice atmosphere held in Trutnov in the Czech republic. www.obscene.cz
 

  mánudagur, desember 20, 2004 19:05  
 
Þann 30. desember næstkomandi munu DYS spila á einum tónleikum þar sem allir meðlimir verða víst á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Tónleikarnir verða til styrktar væntanlegri 7" útgáfu með DYS á Hrydjuverk Records.

Tónleikarnir verða haldnir í Miðbergi, allir aldurshópar. 500 kr inn

Ásamt DYS munu I Adapt, Hrafnaþing, Kimono, Tony Blair o.fl. koma fram.

Tónleikarnir gætu byrjað klukkan 19-20.
 

  mánudagur, nóvember 01, 2004 17:15  
 
Forgarður Helvítis stendur þessar vikurnar í að taka upp nýtt efni. Þeim upptökum ætti að ljúka í endaðan Desember. Allt er óvíst um hvernig verður með útgáfu á þeim upptökum.

Dys eru búnir að mixa efni á smáskífu sem verður gefin út af Hryðjuverk Rec. Unnið er að listrænum frágangi þegar þetta er skrifað.

---

Forgarður Helvítis is recording new songs. Should be finished at the end of this year.

Dys will be releasing a 7" on Hrydjuverk records soon. We are working on the art and translations of the lyrics
 

  mánudagur, ágúst 16, 2004 21:12  
 
A BLAZE IN THE NORTHERN SKY

Grand Rokk
Fimmtudagurinn 19. Ágúst

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
DREP

20 ára aldurstakmark
500 kr inn

Hefst klukkan 22:00


Tónlistarþróunar miðstöðin (TÞM)
Föstudagurinn 20. Ágúst

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
THE NINE ELEVEN´S

Ekkert Aldurstakmark
Aðgangur ókeypis
Hefst stundvíslega klukkan 21:00

Þetta verða síðustu tónleikar Forgarðsins hérlendis í langan tíma. Mælum með mætingu.
 

  þriðjudagur, ágúst 03, 2004 12:51  
 
OUT COLD
FORGARÐUR HELVÍTIS
INNVORTIS
P.I.N.D.

Tryggvaskáli Selfossi

Fimmtudagur 12.Ágúst

20-23
500 kr

Ekkert Aldurstakmark

Out Cold er hljómsveit frá bandaríkjunum sem spilar, hraða, grófa og ruddaelga hardcorepönktónlist.

PIND er pönksveit frá Selfossi. Hart sjitt með meðmæli frá meðlimum Forgarðsins.

----


FÖSTUDAGURINN 13

LABRAT (UK)
OUT COLD (US)
DREP
TENDERFOOT
ÚLPA
LIGHTS ON THE HIGWAY

1000 KR

GRAND ROKK (og aldurstakmark skv. því)

Byrjað kl 21, stundvíslega vonandi vegna fjölda hljómsveita.

Gott mix af ýmiskonar rokki þarna. LABRAT með uber brutal metalískt grind. OUT COLD með rudda pönk. DREP dáleiðandi Valtararokk og hitt er gott chill eftir því sem ég þekki það. - Verið er að vinna í tónleikum án aldurstakmarks fyrir Labrat og Out Cold saman, yrðu þá daginn eftir, soldið leyndó ennþá en gefum þó upp að staðsetning er háð veðri ;)
 

  föstudagur, júlí 09, 2004 12:26  
 
Dys munu leika sína síðustu tónleika í næstu viku. Þrír meðlimir sveitarinnar eru að flytja af Reykjavíkursvæðinu tímabundið en vonir standa til að hægt verði að koma saman aftur eftir ár eða svo. Einhverjar sveitanna munu covera Dys lög. Festið er skipulagt af Öxe crewinu.

Hressifest 2004 - 13-07-2004

13. júlí - hitt húsið - 18:30 - frítt inn

Dys (loka tónleikar)
Innvortis
I adapt
dáðadrengir
Lokbrá
Hermigervill
Andrúm
jón hallur
 

  föstudagur, júní 11, 2004 02:36  
 
Bendum á Masters of the Universe - stærstu metal og hardcore hátíð sem haldin hefur verið á Íslandi - á 16. og 17. júní.

Kynnið ykkur allt um það á www.motu-fest.org.

Hljómsveitin 27 (www.27.vg) verður hluti af þessu festivali, en sú sveit leikur chillað, framsækið ambient rokk (?) og verður með eigin tónleika á De Palace ásamt Kimono, Future-Future (fyrrum Snafu meðlimir) og Lights on the Highway (ný hljómsveit Agga sem var í Klink).
 

  laugardagur, maí 22, 2004 22:04  
 
"Gerningaveður" CD album of Forgarður Helvítis is being repressed.

-

Siggi Pönk - vocalist of Dys and Forgarður Helvítis is working on a project with electronic artist Johann (Reptilicus, Product 8). They combine his vocals and poetry with the dark electronics of Johann. The recordings are produced by Curver and recorded in Studio Tími. This release should be expected sometime this summer. It will contain four tracks.

 

  14:01  
 
Dys eru í stúdíó Helvíti þessa helgi. Teknar verða upp trommur og bassi fyrir a.m.k. sex lög. Allt útlit er fyrir að sveitin fari í langt hlé eftir mitt sumar þar sem meðlimir hennar eru að flytjast milli landshluta og heimshluta tímabundið. Þó er víst að Dys munu einnig leika á Rokkhátíðinni "Masters of the Universe" í TÞM þann 17. Júní. Sjá nánar á www.motu-fest.org

-

"Gerningaveður" CD er í endurpressun og verður komið í dreifingu aftur fljótlega.

- 

  fimmtudagur, maí 06, 2004 21:17  
 
Bandaríska hljómsveitin TRAGEDY er án efa eitt stærsta og áhrifamesta DIY pönk band síðustu ára og eru nú þegar orðnir legendary meðal neðanjarðar pönkara um allan heim. Þeir munu koma við á Íslandi dagana 14-15 maí til að spila á tveim tónleikum:

Föstudaginn 14. maí
Gamla Bókasafnið - Mjósund 10, Hafnafirði
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Andlát
I Adapt
Dys
Hrafnaþing
Hefst kl. 19:00 - húsið opnar 18:30
Aðgangseyrir 1000 kr.
16 ára aldurstakmark Þeir sem eru á 16. ári komast inn og yngri munu komast inn í fylgd með systkinum eða öðrum forráðamönnum

Laugardaginn 15. maí
Grand Rokk
TRAGEDY (usa)
GORILLA ANGREB (dk)
Hryðjuverk
Forgarður Helvítis
kl: 22:00
Aðgangseyrir 1000 kr.
20 ára aldurstakmark

TRAGEDY eru engir nýliðar heldur hafa verið að þjösnast í DIY pönk senunni árum saman í hinum ýmsu hljómsveitum og eru sumar þeirra löngu orðnar goðsagnakenndar og hafa haft gríðarleg áhrif á þróun neðanjarðarpönk tónlistar. Meðlimir TRAGEDY hafa m.a. verið í/eru í:
His Hero Is Gone, Uranus, Severed Head Of State, From Ashes Rise, Deathreat, Warcry, Call The Police, Funeral og ótal fleiri.

Tónlist TRAGEDY er hratt, kraftmikið hardcore pönk á sænska vísu með melódískum innskotum. Mér hefur oft dottið í hug að líkja þeim við blöndu af d-beat pönkbrjálæði Discharge, sándi og ofsa Entombed, melódíum sem ég veit ekki hvaðan í andskotanum koma en með sömu tilfinningaþrungnu lagasmíðum og Neurosis eru þekktir fyrir (þó tónlistin sé ólík þá er tilfinningin við hlustirnar svipuð).

GORILLA ANGREB er fjagra manna pönkband úr hinni víðfrægu Ungdomshuset senu í Kaupmannahöfn. Þau hafa gefið út eina 7" á Kick'n'punch labelinu (www.kicknpunch.com) og verða að sjálfsögðu með hana og boli og slíkt með sér hér.
Hérna er eitt review um þessa 7":
Instigate Records April 04:
I've been waiting so long for this excellent record! The demo has been played on my stereo over and over again and now finally after years of waiting; new material! 4 amazing songs that differ from the demo, more rock n roll, better sound, screams have been replaced with actual singing. Yet there is a strong punkfeel to it and yeah, there are a few screams too! People compare this to bands like X, The Dils, and even Lost Kids... If you're into punk rock the old school way without beeing cliché or unoriginal, this might be your best EP buy this year! Get it. And look out for the upcoming split 7" with Lokum and a 2-track EP...


ANDLÁT þarf varla að kynna fyrir neinum. Þessir sigurvegarar músíktilrauna árið 2002 spila þungt en fágað dauðarokk og eru nýbúnir að gefa út sína fyrstu plötu á Hopewell Records í Tékklandi og þetta verða síðustu tónleikar þeirra fyrir þriggja vikna Evróputúr þeirra sem hefst 18. maí. www.andlat.com

I ADAPT hafa tryllt lýðinn með hardcore slögurum sínum í rúm þrjú ár og eru um þessar mundir að taka upp nýja plötu sem kemur út í sumar en eldri skífa þeirra, "sparks turn to flames" sem kom út á belgíska labelinu Reality Records síðasta sumar og er fyrsta upplagið uppselt eins og er. Hljómsveitin er einnig á leið á Evróputúr í sumar til að fylgja nýju plötunni eftir

DYS þekkja allir enda Siggi Pönk landsþekktur sem eina pönkhjúkka landsins og eldheitur boðberi anarkisma á Íslandi. Anarkópönk af gamla skólanum eins og það gerist best!

HRAFNAÞING er nýlegt band sem inniheldur meðlimi úr Sólstöfum og Saktmóðig. Blandið saman Motörhead, Slayer og Discharge og þá ertu komin með Hrafnaþing

FORGARÐUR HELVÍTIS er landsþekkt band og þarfnast ekki nánari útlistunar. www.helviti.com

HRYÐJUVERK eru bandbrjálaðir pönkarar sem gáfu út smáskífu út seint á síðasta ári en hún er nú uppseld. Umhverfis- og dýravernd er eldheit ástríða þessara vitleysinga

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi má láta fram hjá sér fara!

Nánari upplýsingar um tónleikana ásamt hljóðskrám (mp3) er að finna á http://www.dordingull.com/tonleikar


 

  fimmtudagur, apríl 08, 2004 13:04  
 
Gore metal maniacs Exhumed will be playing in Iceland on april 14th and 15th.
The two shows will be:

14 april : Tónlistarþróunarmiðstöðin
Time: 20:00
1.200 kr.

Exhumed
Afsprengi Satans
Hryðjuverk

15 april : Grandrokk
Time: 22:00
1.200 kr.

Exhumed
Forgarður Helvítis
Changer
 

  mánudagur, mars 22, 2004 12:10  
 
 

  föstudagur, febrúar 27, 2004 19:55  
 
Tónleikar verða haldnir í TÞM á Hólmaslóð 2 12 Mars.

Andlát
Changer
Dys
Brother Majere
o.fl.

500 kr
20.00

Allur ágóði rennur í sjóð sem ætlaður er til kaupa á hljóðkerfi í TÞM svo öndergrándfríkin geti betur varðveitt sitt sjálfstæði.

---
12th of March will see a seriously noisy evening of punk, hardcore and metal bands at the TÞM on Hólmaslóð 2. Metal bands Andlát and Changer (which both released their first full albums in february) will play a concert with punk band Dys and metal youngsters Brother Majere and others. The evening should start at 20.00, admin is 500. This concert is part of series of shows that are set up to gather money for the underground musicians buying their own sound system.
 

  19:55  
 
Tónleikar verða haldnir í TÞM á Hólmaslóð 2 12 Mars.

Andlát
Changer
Dys
Brother Majere
o.fl.

500 kr
20.00

Allur ágóði rennur í sjóð sem ætlaður er til kaupa á hljóðkerfi í TÞM svo öndergrándfríkin geti betur varðveitt sitt sjálfstæði.

---
12th of March will see a seriously noisy evening of punk, hardcore and metal bands at the TÞM on Hólmaslóð 2. Metal bands Andlát and Changer (which both released their first full albums in february) will play a concert with punk band Dys and metal youngsters Brother Majere and others. The evening should start at 20.00, admin is 500. This concert is part of series of shows that are set up to gather money for the underground musicians buying their own sound system.
 

  mánudagur, febrúar 02, 2004 03:43  
 
Bandaríska kvennapönkhljómsveitin HARUM SCARUM mun heiðra skerið með nærveru
sinni dagana 13-14 febrúar næstkomandi og verða haldnir tvennir tónleikar með
þeim. Þeir fyrri verða í TÞM* þann 13 febrúar og verða fyrir alla aldurshópa
meðan þeir seinni eru laugardaginn 14 febrúar á Grand Rokk þar sem aldurstakmark
er 20 ár.

Föstudaginn 13. Febrúar í TÞM*
Harum Scarum
Dys
Innvortis
Hryðjuverk
Heiða og Heiðingjarnir

-Hefst kl. 19:30. 1000 kr aðgangseyrir
ALLIR ALDURSHÓPAR

Laugardaginn 14.febrúar á Grand Rokk
Harum Scarum
Kimono
Hölt Hóra
Brúðarbandið
Hryðjuverk

- Hefst kl. 22:00
Aðgangseyrir 1000 kr.
Aldurstakmark 20 áraSmá upplýsingar um Harum Scarum:
Harum Scarum var stofnuð 1997 í Portland borg í Bandaríkjunum af fjórum stúlkum
og hófu þær strax að spila pönk sitt af miklum móð um gjörvalla Ameríku.
Eftir eitt demó og eina smáskífu gáfu þær árið 1999 út sína fyrstu plötu í
fullri lengd sem hlaut nafnið “mental health”. Stuttu seinna hætti aðalsöngkona
hljómsveitarinnar og þær þrjár sem eftir stóðu ákváðu að halda áfram sem tríó og
notuðu tækifærið til að fínpússa tónlist sína og bæta aukinni vídd með því að
taka allar að sér söngstarfið.
Árið 2001 kom svo út önnur plata þeirra sem bar titilinn “suppose we try” og
hefur hún hlotið einróma hylli meðal neðanjarðar pönkspekúlanta víðsvegar um
heim.
Þær hafa túrað óspart síðan hljómsveitin var stofnuð og þessir tónleikar hér á
Íslandi eru hluti af þriðja tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu en auk þess hafa
þær túrað fjölmörgum sinnum um Bandaríkin og hafa spilað mikið með hljómsveitum
á borð við Subhumans, Citizen Fish, Tragedy og mörgum mörgum fleirum.

Bandið samanstendur í dag af:
Toni Gogin sem spilar á gítar og syngur. Hún hefur áður verið í hljómsveitum á
borð við: Sleater Kinney, The Fondled og The Riffs.
Dyanne Sekeres sem spilar á bassa og syngur. Hún hefur áður verið í
hljómsveitunum Yankee Wuss, Whatsherface og Bombs Away.
Shari Menard sem spilar á trommur og syngur. Hún var áður í hljómsveitunum
Cypher In The Snow og The Third Sex.

Tónlist þeirra er melódískt en reitt og rífandi hc pönk og þær eru óhræddar við
tilraunastarfsemi og frumleika. Þær eru hápólitískar og syngja óspart um stöðu
kvenna í þjóðfélaginu, stríð, stöðu samkynhneigðra og svo framvegis.

Um þessar mundir er að koma út þriðja breiðskífa þeirra sem ber titilinn "the
last light" en sú plata er pródúseruð af Matt Bayles sem m.a. hefur unnið með
Tragedy og Pretty Girls Make Graves og var viðriðinn upptökur á fyrstu plötum
Soundgarden og fleiri Seattle hljómsveita frá fyrri hluta 10. áratugarins.
Platan kemur út á neðanjarðar pönkkompaníinu Partners In Crime sem trommarinn
Shari á og rekur ásamt fleirum.

Hljómsveitin er ekki með heimasíðu en nánari upplýsingar um tónleikana auk
hljóðdæma í mp3 formi er að finna á síðunni http://www.dordingull.com/tonleikar


*TÞM stendur fyrir Tónlistarþróunarmiðstöðin. Hana er að finna að Hólmaslóð 2,
útá Granda. (leið 2 með Strætó). Nánari upplýsingar um starfsemi miðstöðvarinnar
er að finna á heimasíðu þeirra: http://www.tonaslod.is
 

  föstudagur, janúar 23, 2004 12:56  
 
Dys munu ekki leika á tónleikum fyrr en 13. febrúar.

Þá verða tónleikar pólitísku kvennapönksveitarinnar HARUM SCARUM í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, Hólmaslóð 2 (útá Granda). Takið leið 2 frá Hlemmi og hún stoppar nánast beint fyrir utan TÞM

Hefst um 19:30
Ekkert aldurstakmark
1000 kr inn

Vímuefnalaus skemmtun
Harum Scarum (usa)
Dys
Innvortis
Heiða og Heiðingjarnir
Hryðjuverk

HARUM SCARUM (portland, usa) seinni hluti - 13-02-2004
Á Grand Rokk.
Hefst kl. 22:00
20 ára aldurstakmark
1000 kr inn

Harum Scarum (usa)
Kimono
Hölt Hóra
Brúðarbandið
Hryðjuverk

Þetta er hörkuband sem starfað hefur í mörg ár og mokað út plötum.

--------

Dys will not be playing any shows until the 12th of february when they play with the mighty all - female political hardcorepunkrock band HARUM SCARUM. See list above.

Highly recommended. The show on the 12th is all ages and on the 13th is a bar show.
 

  föstudagur, janúar 09, 2004 09:55  
 
Meðlimir Helvítis minna á tónleika ofursveitarinnar CONVERGE í Iðnó 14. Janúar. CONVERGE áttu plötu ársins í Terrorizer þegar "Jane Doe" kom út svo að metalhausar jafn og hardcorepönkarar munu verða fyrir trúarlegri upplifun við að finna fyrir þessum tónleikum.

Ekkert Aldurstakmark

miðaverð er 1200 krónur (engin forsala). Um 200 krónum af hverjum miða verður safnað sem fyrstu innborgun í sérstakan sjóð sem ætlað er að kaupa græjur svo að við öndergránd pönkarar og metalhausar getum haldið okkar eigin tónleika óháðir.

Tónleikarnir ættu að hefjast um 19.00

----------

We want to remind you about that CONVERGE are playing their first show in their thirteen years of existence in Iceland on the 14th of january. The show will take place in Iðnó - the restaurant by the pond in the center of Reykjavík. Support is by I Adapt and Kimono.

All Ages. tickets are 1200 and we will use around 200 kr of each ticket to start gathering money for to buy our own PA.
 

  miðvikudagur, desember 31, 2003 13:05  
 
DYS spila á áramótapönkballi á Grand Rokk.

Einnig koma fram Heiða og Heiðingarnir, Fimmta Herdeildin og Hraun.

Frítt inn

Húsið opnar klukkan 01. Dys byrja klukkan 1.30.

 

  laugardagur, desember 06, 2003 21:07  
 
Andkristnihátíð verður haldin mánudaginn 22.12 næstkomandi. Þetta verður massíft metalfest eins og á hverju ári síðastliðin fjögur ár.

Fram koma:

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
CHANGER
MÚSPELL
WITHERED
LACK OF TRUST
VICTORY OR DEATH

Hátíðin verður í ár haldin í húsnæði tónlistarþróunarmiðstöðvar Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík, eða nánar tiltekið úti á Örfirisey. Strætó númer 2 gengur þangað.

klukkan 20-24

Aldurstakmark er ekkert

500 krónur aðgangur

Ekkert fyllerí.

Öll aðstoð við kynningu vel þegin. Hér á að vera hægt að hlaða niður og prenta út plaköt til að hengja upp í sínum skóla eða sjoppu:
dordingull.com
--------------

The annual metalfest - Anti-christianity festival will be held at the house of Tónlistarþróunarmiðstöð on monday the 22.12
Time 20-24
admin 500 kr
All ages

See performing band above. Street: Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík. Bus no 2 goes there
 

  föstudagur, nóvember 28, 2003 14:46  
 
Minnum á Aðventukvöld Andkristnihátíðar á Boomkikker í Hafnarstræti laugardaginn 29. Nóvember.

Þar koma fram:

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
WITHERED

Frítt er inn og byrjar hávaðinn uppúr klukkan 22.00. 18 ára aldurstakmark vegna vínveitingaleyfis staðarins.

------

Check out the advent to the Anti-Christianity festival tomorrow, Saturday 29th of November with

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
WITHERED

Starting at 22.00

Free entrance, have to be 18, show ID at door.

 

  miðvikudagur, nóvember 26, 2003 17:22  
 
Úr bréfi frá vini í Brasilíu:

hahahaha tetta er yndislegt skoh, og svo lenti marr á einhverjum
svartamálmstónleikum , og tad sem einkenndi tá sérstaklega frá íslenskum
tónleikum, var hvad tad var mikid ofbeldi í hópnum... t.d tegar einn gaur
í moshinu datt, tá var farid ad sparka í hann, ofugt vid tad tegar fólk er
tekid upp tegar svona gerist heima á klakanum, og svo voru allir bara
ótrúlega ofbeldishneigdir og fordómafullir, en tad var komid fram vid mig
eins og konung á stadnum, tví ad tegar tad spurdist út ad ég vaeri frá
íslandi og tekkti til forgards helvítis, mtá urdu allir bara... VÁÁÁÁÁÁ!!!
tekkirru kannski eitthvad af tessum gaurum og sollis??.... svcona er
tetta:)
 

  mánudagur, nóvember 17, 2003 18:40  
 
Dys koma fram á hardcore hátíð í Tónabæ þann 25 nóv þegar GIVE UP THE GHOST og THE HOPE CONSPIRACY kom til landsins. Auk þeirra koma fram Andlát, I Adapt og Fighting Shit.

Byrjað klukkan 20.00

Ekkert aldurstakmark

1500 kr.

--------

Check out the hardcore fest in Tónabær on the 25 of November. GIVE UP THE GHOST og THE HOPE CONSPIRACY are coming over and with them will play Dys, Andlát, I Adapt og Fighting Shit.
Starting at eight pm. 1500 kr. All ages.

----------------
Undirbúningur er hafinn fyrir Andkristnihátíð 2003.

Búið er að bóka sal TónlistarÞróunarmiðstöðvar (TÞM), sem er niðri á Granda, og verður hátíðin haldin 20. Desember, á laugardagskvöldi.

Ekki er komið fast line-up þegar þetta er skrifað en líklega og meðal annara koma fram MÚSPELL, CHANGER, SÓLSTAFIR, WITHERED og LACK OF TRUST.

Sú nýbreytni verður tekin upp núna að haldið verður Aðventukvöld Andkristnihátíðar, sem verður umfangsminni tónleikar en hátíðin sjálf, á Boomkikker í Hafnarstræti laugardaginn 29. Nóvember.

Þar koma fram:

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
WITHERED

Withered er nýtt black metal band sem stofnað var upp úr rústum hljómsveitanna Myrkraöfl og Níðhöggur.

------------

Preparations for the annual Anti-Christianity metal festival, have begun. The festival will be held in the house of TÞM on Flyðrugrandi (actual adress will be posted here later). Date is set 20. of Desember. Line-up is not yet completed but likely we will see MÚSPELL, CHANGER, SÓLSTAFIR, THE VOID, WITHERED og LACK OF TRUST with others.


On the 29. of November the bands FORGARÐUR HELVÍTIS, SÓLSTAFIR and WITHERED will play a show on Boomkikker bar as an advent to the festival.

 


  recent songs  
 
Án þess að depla auga (Without blinking an eye) 
  -  mp3 lyrics
Krossfest börn (Crucified children) 
  -  mp3 lyrics
Særing (Exorscism) rehersal recording 
  -  mp3 lyrics
 

  links  
 
helviti.com
múspell
harðkjarni
sólstafir